By SVFR ritstjórn

Minning: Árni Björn Jónasson

Genginn er góður og dáður félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, veiðimaðurinn Árni Björn Jónasson. Af honum er mikill sjónarsviptir. Árni Björn var mikil félagsvera sem var ávallt reiðubúinn að leggja eitthvað á sig fyrir aðra án þess að gera kröfur um endurgjald. Þrátt fyrir að Árni Björn gegndi mörgum trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, var hann ávallt hógvær …

Lesa meira Minning: Árni Björn Jónasson

By SVFR ritstjórn

17. júní við Elliðavatn

SVFR og Veiðikortið bjóða veiðifólki og fjölskyldum þeirra til Þjóðhátíðar við gamla Elliðavatnsbæinn milli kl 13 og 15 þann 17. júní – Frítt að veiða í vatninu í boði Veiðifélags Elliðavatns. – Grillaðar pylsur og gosdrykkir í boði – Kastkennsla og leiðbeiningar á vegum Fræðslunefndar SVFR Komið og njótið 17. júní við eina af náttúruperlum …

Lesa meira 17. júní við Elliðavatn

By admin

Langá – 11 laxar komnir í gegnum teljarann nú þegar!

Við heyrðum í Sigurði Má fiskifræðingi sem opnaði teljarann við Skuggafoss fyrir fjórum dögum. Kíkt var á hann í gærkvöldi og voru þá 10 stórlaxar gengir í gegn og 1 smálax á þessum fáeinu dögum. Miðað við þessar fréttir að það má vel áætla að göngur eru hafnar í ánna sem er óvenju snemmt þetta …

Lesa meira Langá – 11 laxar komnir í gegnum teljarann nú þegar!

By admin

Hreinsun Elliðaánna verður fimmtudaginn 11. júní

Hin árlega hreinsun Elliðaánna sem er viðburður á vegum Stangaveiðifélags Reykjavíkur, fer fram fimmtudaginn 11. júní nk. Hreinsunarverkefnið verður gangsett við veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00. Árnefnd Elliðaánna annast skipulagningu og utanumhald þessa verkefnis og er þess vænst að félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðrir velunnarar Elliðaánna taki þátt í þessu verkefni. Gert er ráð …

Lesa meira Hreinsun Elliðaánna verður fimmtudaginn 11. júní

By SVFR ritstjórn

Óskum eftir fólki í veiðiumsjón og -vörslu

Veiðiumsjón og -varsla á stór-höfuðborgarsvæðinu. Hefurðu gaman að veiði, útiveru og nýturðu þín í samskiptum við fólk? Stangaveiðifélag Reykjavíkur leitar að þremur jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka að sér verkefni veiðiumsjónar og -vörslu sumarið 2020. Reiknað er með að verkefnið byrji um 18. júní og því ljúki um 15. september. Verkefnið felur í …

Lesa meira Óskum eftir fólki í veiðiumsjón og -vörslu

By admin

Hægt að nýta gjafabréfið til og með 31. maí!

Við þökkum félagsmönnum fyrir frábærar viðtökur á nýtingu gjafabréfsins sem hver félagi getur nýtt upp í kaup á veiðileyfum. Við höfum því ákveðið að framlengja tímann  til að nýta gjafabréfið til og með 31. maí. Einnig geta aðrir veiðimenn gerst félagar án inntökugjalds og nýtt sér gjafabréfið áfram til sama tíma. Með veiðikveðju, Skrifstofa SVFR. …

Lesa meira Hægt að nýta gjafabréfið til og með 31. maí!

By admin

Laxá í Laxárdal – Sjálfsmennska í júní!

Vegna COVID tengdra forfalla veiðimanna búsettra erlendis bjóðum við í júní uppá sjálfsmennsku í Laxá í Laxárdal. Þetta er einstakt tækifæri fyrir veiðimenn til að fara á eitt besta urriðasvæði í heimi í sjálfsmennsku. Þeir sem kjósa að gista í húsinu greiða aðeins kr. 5.000 á dag pr. mann fyrir uppábúið rúm við komu. Veiðimenn …

Lesa meira Laxá í Laxárdal – Sjálfsmennska í júní!

By admin

ATH: Lokafrestur á umsóknum “Barnadaga í Elliðaánum” er til 19.maí

Frestur til umsókna á barna- og unglingadögum Elliðaáa er að miðnætti þriðjudagsins 19.maí. Um að gera sækja um og kynna æskunni fyrir perlu Reykjavíkur. Dagarnir sem um ræðir eru 5 hálfir dagar í boði fyrir hámark 15 börn og unglinga í hverju holli, fyrstur kemur fyrstur fær. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um fyrir hönd barna …

Lesa meira ATH: Lokafrestur á umsóknum “Barnadaga í Elliðaánum” er til 19.maí