Forúthlutun og félaga-forúthlutun fyrir Sandá og Flekkudalsá

Þá er komið að stóru stundinni en sérstök félaga-forúthlutun hefst á hádegi mánudaginn kemur 2.nóvember fyrir Sandá í Þistilfirði og Flekkudalsá í Flekkudal.

Forúthlutun annarra svæða hefst á sama tíma og þeir sem vilja endurnýja veiðileyfi sín úr forúthlutun eða hafa hug á að komast að á þann tíma sem eru ekki til félagaúthlutunar skulu senda póst á [email protected]. Þegar forúthlutun lýkur hefst félagaúthlutun SVFR á öll okkar ársvæði.

Þetta er í fyrsta skipti sem sérstök forúthlutun hefst á nýjum ársvæðum félagsins þar sem allt veiðitímabilið er í boði.  Þetta er gert til þess að úthlutun daga verði á jafnréttisgrundvelli. Hafa skal í huga að einungis má sækja um eitt holl á hvoru ársvæði. Athuga skal sérstaklega að hver sá sem er skráður fyrir stöng í Sandá og Flekkudalsá þarf að hafa greitt ársgjald félagsins 2021 ella er umsókn ekki fullgild. Stangir í öllum hollum eru seldar saman og tilgreina skal veiðimenn á hverja stöng.

Þeir sem ekki eru félagsmenn í SVFR geta skráð sig í félagið með tölvupósti á [email protected].

Umsóknarfrestur fyrir Flekkudalsá og Sandá er til og með 15. nóvember.

 

Veiðifyrirkomulag ánna verður eftirfarandi:

Flekkudalsá: Allt tveggja daga holl með þremur stöngum allt tímabilið

Tímabil: 1. júlí – 9.september

Sandá: Allt þriggja daga holl

Tímabil: 24. júní- 22.september

Veiðifyrirkomulag Sandár:

24.júní – 9.júlí verða 3 stangir að hámarki

9.júlí – 14.ágúst verða 4 stangir að hámarki með 10 tíma veiði

14.ágúst – 22.september verða þrjár stangir en heimilt er að veiða á fjórar stangir

Hvernig sæki ég um?

Á heimasíðu félagsins, hér. Nóg er að einn sæki um og vitni í hinar stangirnar undir flipa „Veiðifélagar“ þar sem nöfn annarra félagsmanna og kennitölur í hollinu þurfa að koma fram.

By SVFR ritstjórn Fréttir