Félagaúthlutun 2021 hefst á mánudaginn, 7. desember klukkan 15:00. Það er um að gera að setja sig í stellingar og spá í spilin um helgina, enda verður nóg af frábærum veiðileyfum í boði. Söluskráin kemur út á sama tíma. Á mánudaginn klukkan 15:00 er um að gera að smella hér félagaúthlutunina .
Þá er rétt að minnast á “Opið hús“ SVFR sem hefst klukkan 20:00 í kvöld. Það verður sannarlega til nýbreytni að útsending verður send út á Youtube í þetta skiptið og má nálgast útsendinguna hér. Happahylurinn verður að sjálfsögðu á sínum stað og að venju verða rígvænir vinningar. Þá verður veiðistaðalýsing Þorgils Helgasonar um nýja ársvæðið okkar Flekkudalsá og margt fleira.
Það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá okkur í SVFR
Góða helgi!