Félagsgjöld fyrir 2021

Kæru félagsmenn,

Við erum að skrifa út reikninga fyrir félagjöldin 2021. Þar sem við sendum alla reikninga í tölvupósti er mikilvægt að félagsmenn séu með rétt netföng skráð hjá okkur.  Ef þú færð ekki reikning á tölvupósti máttu gjarnan senda okkur tölvupóst á [email protected].

Það er einfalt að greiða félagsgjöldin en við stofnum kröfu í netbanka þar sem auðvelt er að ganga frá greiðslu.

Einnig minnum við þá sem ætla að sækja um veiðileyfi fyrir komandi ár að nauðsynlegt er að búið sé að greiða félagsgjöld fyrir 2021 til að vera gjaldgengur til að sækja um.

Umsóknir jafnt í félagaúthlutun og forúthlutun verður kynnt nánar á næstu dögum.

Félagsgjöld fyrir árið 2021 voru samþykkt á síðasta aðalfundi eru eru sem hér segir:

  • Almennt 20-67 ára  kr. 13.900.-
  • Ungmenni 0-20 ára kr. 5.400.-
  • Eldri 67 ára og eldri kr. 5.400.-
  • Makaaðild  kr. 5.400.-

 

Með kveðju,

Skrifstofa SVFR

By SVFR ritstjórn Fréttir