Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að sérstök félaga forúthlutun er hafin á Flekkudalsá og Sandá í Þistilfirði. Samhliða því er hafin forúthlutun á önnur ársvæði sem verða nefnd hér að neðan. Athygli skal vakin á því að ekki er hægt að kaupa veiðileyfi úr þeim ám sem eru einungis til félagaúthlutunar en sú úthlutun mun hefjast síðar í mánuðinum og verður auglýst sérstaklega. Verður félagaúthlutunin með óbreyttu sniði eða A, B og C umsóknum í lax og silung.
Forúthlutunartímabil sem eru opin til sölu núna
Langá: 24.06-15.09
Sandá og Flekkudalsá: Báðar árnar í umsóknarferli til 15. nóvember sem sjá má hér
Laugardalsá: Allt tímabilið í forúthlutun
Laxá í Laxárdal: Allt tímabilið í forúthlutun
Laxá í Mývatnssveit: Allt tímabilið í foúthlutun
Ár til félagaúthlutunar eingöngu (auglýst síðar)
Andakílsá
Bíldsfell
Elliðaár (vor og sumar)
Flókadalsá í Fljótum
Korpa/Úlfarsá
Gljúfurá í Borgarfirði
Gufudalsá
Leirvogsá (vor og sumar)
Varmá
Þverá í Haukadal
Tímabil á ársvæðum til félagaúthlutunar (auglýst síðar)
Langá: Hollin 22-24. júní, 17.-19.september, 19-21.september, 21.-23.september
Haukadalsá: Tímabilið 20. júní-30. júní og 1.-19.september
Þeir sem hafa áhuga á forúthlutunardögum að þá ekki hika við að hafa samband strax í dag með tölvupósti á [email protected] og tryggja sér draumaleyfið fyrir næsta sumar!
Góða helgi