By admin

Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram næstkomandi þriðjudag, 13. júní og hefst verkefnið á því að viljugir félagsmenn í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og aðrir velunnarar Elliðaánna mæta í veiðihúsið í Elliðaárdal klukkan 17.00 þennan dag. Gert er ráð fyrir að hreinsun verði lokið um kl. 20.00, en þá verður boðið upp á létta hressingu við veiðihúsið …

Lesa meira Árleg hreinsun Elliðaánna verður næsta þriðjudag

By admin

Opnun Laxár í Laxárdal

Þann 1. júní síðastliðinn hófst veiði í Laxá í Laxárdal. Það var búið að vera hlýtt fyrir norðan en það átti eftir að kólna all hressilega á þá veiðimenn sem stóðu vaktina í opnunarhollinu. Þennan fyrsta morgun var lofthiti lægri en vatnshitinn og það var kropp framan af morgunvaktinni. Rétt um hádegi fór að hlýna …

Lesa meira Opnun Laxár í Laxárdal

By admin

Ekki verður veitt í Andakílsá sumarið 2017

Á föstudaginn síðastliðinn fengum við bréf frá Veiðifélagi Andakílsár um málefni árinnar fyrir sumarið 2017. Í kjölfarið var tekin sameiginleg ákvörðun SVFR og Veiðifélags Andakílsár um að ekki verði veitt í ánni sumarið 2017. Þessi ákvörðun er byggð á ráðleggingum sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunnar. Þessa dagana vinnum við að aðgerðaráætlun um endurgreiðslu á veiðileyfum til þeirra sem …

Lesa meira Ekki verður veitt í Andakílsá sumarið 2017

By admin

Opnun Laxár í Mývatnssveit

Veiðitímabilið í Laxá í Mývatnssveit hófst í morgun er hópur galvaskra veiðimanna, fullir eftirvæntingar, mættu á bakkann í fullum skrúða. Við höfum aðeins hlerað einn þeirra í morgun og heyrðum svo í honum þegar menn voru mættir í hús kl. 14. Veiðin fer alveg glimrandi vel af stað og er fiskur að veiðast á öllum …

Lesa meira Opnun Laxár í Mývatnssveit

By admin

Um Andakílsá

Enn er verið að funda og fara yfir stöðu mála og við væntum þess að á næstu dögum muni málin skýrast fyrir alvöru. Við hér á skrifstofunni bíðum einhverra frétta til að bera áfram til ykkar kæru félagsmenn en enn sem komið er, er ekkert nýtt að frétta. Ljóst er að þarna verða mannleg mistök …

Lesa meira Um Andakílsá

By admin

Vegna fréttar um Andakílsá

Nú á dögunum stóð til að hreinsa uppúr inntakslóni á Andakílsárvirkjunnar eins og gert er reglulega. Þessar framkvæmdir hafa í för með sér skollitun árvatnsins á meðan framkvæmdum stendur en önnur röskun á að vera minniháttar. Þegar hleypt var úr miðlunarlóninu á dögunum, virðist sem svo að mikill aur hafi skolast niður ánna og hugsanlega …

Lesa meira Vegna fréttar um Andakílsá

By admin

Tilkynning frá Kvennadeild – Kastnámskeið

Þættinum hefur borist bréf frá Kvennadeild SVFR: KASTNÁMSKEIÐ Í TVÍHENDU ! Í vetur hafa komið fyrirspurnir til okkar hvort ekki sé hægt að halda kastnámskeið í tvíhendu. Mörgum finnst léttara að kasta tvíhendunni og nú er kjörið tækifæri á að læra listina. Hjörleifur Steinarsson sem kom í vetur og kynnti tvíhenduna fyrir okkur ætlar að …

Lesa meira Tilkynning frá Kvennadeild – Kastnámskeið