Félagaúthlutun 2021 hefst í vikunni!

Hin árlega félagaúthlutun hefst í þessari viku og ríkir mikil spenna þar sem Andakílsá stendur nú félagsmönnum til boða eftir nokkur ár í hvíld. Það hefur ekki farið framhjá neinum að tilraunaveiðin sem fór þar fram í ár gekk vel og var áin ein sú besta á landinu miðað við fjölda veiddra laxa á stöng. Ásamt Andakílsa verða meðal annars okkar vinsælu ár Elliðaár, Gljúfurá í Borgarfirði, Gufudalsá, Langár og Haukadalsár hollin í boði.

Það er um að gera að setja sig í stellingar fyrir þessa spennandi viku sem framundan er því söluskráin fer í loftið á sama tíma og er hún stútfull af frábærum leyfum.

Nánari tímasetning og fyrirkomulag verður kynnt eftir helgi.

Með veiðikveðju

By SVFR ritstjórn Fréttir