Félaga-forúthlutun í Sandá og Flekkudalsá er hafin. Nálgast má umsóknarform hér en stangarverð birtist þegar búið er að velja ársvæðið sem menn hugnast og dagsetningu. Þá er hægt að sækja um báðar árnar, eitt holl í hvora á. Það hefur ekki framhjá neinum að einu skilyrðin eru að einstaklingar skuli vera félagsmenn SVFR. Umsóknarfrestur er til 15 nóvember en ekki verður tekið á móti umsóknum eftir þann tima.
Samhliða þessari sérstöku félaga-forúthlutun að þá er sannarlega byrjað að endurbóka fyrir næsta tímabil og forúthlutun hafin á öðrum ársvæðum sem ekki eru til félagaúthlutunar. Félagaúthlutun verður í fyrra fallinu en reikna má með því að hún hefjist síðar í mánuðinum og verður auglýst þegar þar að kemur.