Síðasta veiðiferðin í ár? Laus leyfi í Varmá

Varmá er opin til 20 október og er stórskemmtileg á þessum tíma árs, veiðin hefur verið frábær í ár og hafa margir stórir sjóbirtingar komið á land.

Besta veiðin hefur verið á frísvæðinu fyrir ofan Reykjafoss sem er í uppáhaldi hjá mörgum. En það sem við höfum heyrt frá veiðimönnum er að fiskurinn er vel dreifður en það þarf stundum að hafa smá fyrir honum. Það er gott að veiða í Varmá eftir rigningar og hafa púpur verið að gefa betur en straumflugur.

Miðað við veðurspá ættu næstu dagar að vera mjög skemmtilegir, ekki hika við að heyra í okkur á skrifstofunni ef ykkur vantar góð ráð. Athugið samt að það er lokað fyrir heimsóknir á skrifstofuna en það er hægt að hafa samband við okkur í síma

Það er töluvert laust í Varmá á lokadögunum, vefsöluna má sjá hér.