By SVFR ritstjórn

Veiðisaga úr Varmá

Hann Magnús Haukur var að veiða í Varmá í Hveragerði í fyrradag og sendi okkur skemmtilega veiðisögu. Eftir að hafa séð veðurspána fyrir mánudaginn ákvað ég í fljótu bragði að bóka dag í Varmá, þar sem ég hafði heyrt að sjóbirtings göngur væru hafnar og veðurspá fullkominn í veiði. Þegar ég mætti um morgunin voru …

Lesa meira Veiðisaga úr Varmá

By SVFR ritstjórn

93cm lax úr Elliðaánum!

Þeir Birkir Mar og Sindri Hlíðar sendu okkur línu rétt í þessu þar sem þeir voru nýbúnir að landa 93cm hæng í Elliðaánum. Fiskurinn tók Frances kón í Stórafossi og lét mikið fyrir sér hafa, þeir eltu hann 250m niður ánna í gegnum vægast sagt erfitt umhverfi. Áin er stórgrýtt þarna og fellur hratt! Þið …

Lesa meira 93cm lax úr Elliðaánum!

By SVFR ritstjórn

Sumarblað Veiðimannsins er komið út!

Eftirvænting veiðimanna fyrir komandi veiðisumri vex nú með hverjum degi. Fyrstu löxunum hefur verið landað og Veiðimaðurinn er mættur á bakkann. Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna …

Lesa meira Sumarblað Veiðimannsins er komið út!

By SVFR ritstjórn

Laxinn mættur í Elliðaár og Langá!

Sá silfraði er byrjaður að skríða upp í árnar á Vesturlandi og fyrir nokkrum dögum sáust fallegir laxar í Langá, nánar tiltekið í veiðistaðnum Krókódíl. Einnig hefur sést til laxa í Elliðaánum, þónokkrir laxar hafa sést á Breiðunni. Teljarinn er komin í gang í Elliðaánum og er baratímaspursmál hvenær fyrsti laxinn fari í gegnum hann! …

Lesa meira Laxinn mættur í Elliðaár og Langá!

By SVFR ritstjórn

Vilt þú vera í stjórn kvennastarfs SVFR?

Kvennanefnd auglýsir eftir nýjum konum í stjórn nefndarinnar. Hlutverk nefndarkvenna er að undirbúa og skipuleggja fundi þar sem leitast skal við að efla tengsl veiðikvenna, hafa fræðslu, fyrirlestra og umræður tengdar veiði. Árleg verkefni eru t.d. undirbúningur veiðiferðar og kastnámskeið. Áhugasömum konum er bent á að fylla út umsókn á síðu SVFR, sjá hér – …

Lesa meira Vilt þú vera í stjórn kvennastarfs SVFR?

By Ingimundur Bergsson

Kastað til bata

Kastað til bata 2021 Í síðustu viku lauk verkefninu Kastað til bata 2021 sem er á vegum Krabbameinsfélagsins, Brjóstaheill – samhjálpar Kvenna og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar og hugsað sem endurhæfing fyrir konur sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini. Markmiðið er að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og …

Lesa meira Kastað til bata

By SVFR ritstjórn

Júní – Hvað er í boði

Það styttist óðfluga í fyrstu laxveiðiár SVFR opni, eftir langa og erfiða þurrkatíð fór loksins að rigna og stefnir allt í að það verði flott vatn í ám á Vesturlandi. Við eigum til flott leyfi og ákváðum að henda í smá samantekt. Laxá í Laxárdal Stórir urriðar og teknísk veiði, það má segja að Laxárdalurinn …

Lesa meira Júní – Hvað er í boði