Aukaaðalfundur – úthlutun 2022

Kæru félagsmenn,

Síðan umsóknarfresti lauk höfum við unnið hörðum höndum við úrvinnslu umsókna úr öllum svæðum að undanskildum Andakílsá og Elliðaám en stefnt er að því að dregið verði um þau leyfi á aukaaðalfundi félagsins sem fram fer fimmtudaginn 27. janúar nk. klukkan 18:00. Ef allt gengur að óskum ættu því allar niðurstöður að liggja fyrir í lok næstu viku.

Enn er tími til að skrá sig á fundinn en fresturinn hefur verið framlengdur til og með sunnudagsins 23. janúar nk. og hvetjum við áhugasama félagsmenn að skrá sig hér að neðan. Auglýst var að fundurinn verði í Akóges salnum Lágmúla 4 en nú þykir okkur líklegra að hann verði haldinn rafrænt sökum gildandi takmarkana á samkomum. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag verða sendar eftir helgi á þá félagsmenn sem skrá sig á fundinn.

 

Skráningarform

Skráningarfrestur var til og með 19. janúar.

By SVFR ritstjórn Fréttir