Kæru félagsmenn,
Það styttist í aukaaðalfund félagsins sem er á dagskrá fimmtudaginn 27. janúar nk. Fundurinn fer fram í Akóges salnum Lágmúla 4 og hefst klukkan 18:00. Félagsmenn þurfa að skrá sig á fundinn svo áætla megi fjölda fundargesta fyrirfram og tryggja að framkvæmd fundarins verði í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur. Skráningarfrestur er til og með 19. janúar nk.
Dagskrá fundarins er þessi:
- Formaður setur fundinn, tilnefnir fundarstjóra
- Fundarstjóri skipar fundarritara
- Lagabreytingar kynntar
- Kosningar
- Fundi slitið
Greinargerð og drög að nýjum lögum til umfjöllunar og kosninga á aukaaðalfundi má finna hér:
Greinargerð – drög að nýjum lögum
Skráningarform
Skráningarfrestur var til og með 19. janúar.