Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2022 verður haldinn mánudaginn 28. febrúar nk. Fundurinn fer fram í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal og hefst hann kl. 18:00.
Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf en dagskrá fundarins verður birt þegar nær dregur. Á fundinum er formaður SVFR kjörinn til eins árs og kosið er um sæti þriggja stjórnarmanna til tveggja ára. Þá verður einnig kosið um 5 sæti í fulltrúaráð.
Framboðum til stjórnar og fulltrúaráðs ásamt lagabreytingartillögum skal skila skriflega til skrifstofu félagsins eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund. Þar með er skráningarfrestur í ár til og með mánudagsins 14. febrúar. Framboðum og lagabreytingartillögum skal skilað á þar til gerðu formi á vef okkar svfr.is, sjá hnappa hér að neðan.
Allir skuldlausir félagsmenn 18 ára og eldri eru kjörgengir til stjórnarkjörs. Starfsfólk og stjórn SVFR hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn en rétt til setu á fundinum hafa allir félagsmenn sem eru skuldlausir við félagið. Atkvæðisrétt hafa félagsmenn 18 ára og eldri.