Vefsalan er komin í loftið!

Þá er vefsalan okkar komin í loftið en þar kennir ýmissa grasa. Þar má finna flotta daga í flestum af okkar ársvæðum og hvetjum við félagsmenn til þess að bregðast hratt við því jafnan eru bestu bitarnir fljótir að fara!

Það eru þó nokkur holl sem hafa komið til baka sem liggja inn í vefsölunni og má þar nefna holl í Sandá, Flekkudalsá, Miðá, Gljúfurá, Gufudalsá og Flókadalsá í Fljótum. Einnig eru fjölmargir stakir dagar í boði í Langá, Elliðaám, Varmá, Korpu og Leirvogsá.

Veiðitímabilið hefst formlega um næstu mánaðarmót þannig að veiðimenn geta nú loksins farið að telja niður!

 

Með kveðju,

Skrifstofa SVFR

 

By SVFR ritstjórn Fréttir