Kæru félagar, gleðilegt nýtt veiðiár!
Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrestinn í úthlutun 2022 til föstudagsins 7. janúar nk. Við hvetjum sérstaklega þá félagsmenn sem hafa lent í vændræðum með umsóknarformið og ekki náð að skila inn umsókn að hafa samband. Það má hafa samband við okkur með að senda tölvupóst á [email protected] eða senda skilaboð á Facebook Messenger. Þá geta þeir sem þegar hafa sótt um nýtt sér tækifærið og skilað inn fleiri umsóknum og munið að ekki þarf A,B,C leyfi fyrir stangir í Elliðaánum, Langá og Miðá.
Í eldri pósti er að finna góðar upplýsingar um söluskrána og umsóknarformið sem vert er að skoða.
Megi nýja árið verða ykkur fengsælt,
Starfsfólk skrifstofu
By SVFR ritstjórn
Fréttir