By SVFR ritstjórn

Annar 100+ í Laugardalsá!

Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi er sannkölluð stórlaxaá, það gekk einn glæsilegur 104cm hængur upp teljarann í gær. Ásamt honum var 81cm hrygna sem lítur úr fyrir að vera smálax við hliðina á tröllinu! Núna eru tveir laxar yfir 100cm búnir að ganga upp teljarann en um daginn fór 107cm hrygna upp. Núna er bara spurning hvenær …

Lesa meira Annar 100+ í Laugardalsá!

By SVFR ritstjórn

Leirvogsá komin í gírinn!

Eftir rólega byrjun í Leirvogsá virðist laxinn vera að mæta til leiks. Hrafn Hauksson og Jóhann F. Guðmundsson voru að veiðum þar eftir hádegi. Það var mikið af fiski í Brúarkvörninni auk þess sem þeir sáu fiska í Brúargrjótum, Móhyl og Neðri Skrauta. Þeir lönduðu 4 fiskum og misstu 3. Flestir tóku þeir hitsið og …

Lesa meira Leirvogsá komin í gírinn!

By SVFR ritstjórn

Líf og fjör í Þverá!

Ágætur gangur er í Þverá í Haukadal og það hefur sést slatti af tveggja ára löxum. Þorgils Helgason og Ólafur Finnbogason eru núna staddir í Þverá og sendu okkur línu. Það er einn kominn á land og annar misstur en á myndskeiðunum sem þeir sendu okkur má sjá torfu af laxi í litlum hyl. Þorgils …

Lesa meira Líf og fjör í Þverá!

By SVFR ritstjórn

Veiðisaga úr Varmá

Hann Magnús Haukur var að veiða í Varmá í Hveragerði í fyrradag og sendi okkur skemmtilega veiðisögu. Eftir að hafa séð veðurspána fyrir mánudaginn ákvað ég í fljótu bragði að bóka dag í Varmá, þar sem ég hafði heyrt að sjóbirtings göngur væru hafnar og veðurspá fullkominn í veiði. Þegar ég mætti um morgunin voru …

Lesa meira Veiðisaga úr Varmá

By SVFR ritstjórn

93cm lax úr Elliðaánum!

Þeir Birkir Mar og Sindri Hlíðar sendu okkur línu rétt í þessu þar sem þeir voru nýbúnir að landa 93cm hæng í Elliðaánum. Fiskurinn tók Frances kón í Stórafossi og lét mikið fyrir sér hafa, þeir eltu hann 250m niður ánna í gegnum vægast sagt erfitt umhverfi. Áin er stórgrýtt þarna og fellur hratt! Þið …

Lesa meira 93cm lax úr Elliðaánum!

By SVFR ritstjórn

Sumarblað Veiðimannsins er komið út!

Eftirvænting veiðimanna fyrir komandi veiðisumri vex nú með hverjum degi. Fyrstu löxunum hefur verið landað og Veiðimaðurinn er mættur á bakkann. Sumarblað Veiðimannsins sem hefur komið út í rúmlega 80 ár er fjölbreytt að vanda. Varpað er upp svipmynd af Elliðavatni þar sem veiðimenn geta orðið fullnuma í silungsveiðifræðunum, bara ef þeir velja réttu fluguna …

Lesa meira Sumarblað Veiðimannsins er komið út!

By SVFR ritstjórn

Laxinn mættur í Elliðaár og Langá!

Sá silfraði er byrjaður að skríða upp í árnar á Vesturlandi og fyrir nokkrum dögum sáust fallegir laxar í Langá, nánar tiltekið í veiðistaðnum Krókódíl. Einnig hefur sést til laxa í Elliðaánum, þónokkrir laxar hafa sést á Breiðunni. Teljarinn er komin í gang í Elliðaánum og er baratímaspursmál hvenær fyrsti laxinn fari í gegnum hann! …

Lesa meira Laxinn mættur í Elliðaár og Langá!

By SVFR ritstjórn

Vilt þú vera í stjórn kvennastarfs SVFR?

Kvennanefnd auglýsir eftir nýjum konum í stjórn nefndarinnar. Hlutverk nefndarkvenna er að undirbúa og skipuleggja fundi þar sem leitast skal við að efla tengsl veiðikvenna, hafa fræðslu, fyrirlestra og umræður tengdar veiði. Árleg verkefni eru t.d. undirbúningur veiðiferðar og kastnámskeið. Áhugasömum konum er bent á að fylla út umsókn á síðu SVFR, sjá hér – …

Lesa meira Vilt þú vera í stjórn kvennastarfs SVFR?