Gjafabréf SVFR – Fullkomin jólagjöf

Senn líður að jólum og ekki seinna vænna að fara að huga að jólagjöf veiðifólksins. Oft er það svo að einstaklingurinn eigi bókstaflega allt sem viðkemur að veiðinni. Við hjá Stangaveiðifélaginu deyjum ekki ráðalaus enda höfum við undanfarin ár boðið upp á okkar vinsælu gjafabréf og er árið í ár engin undantekning.

 

Aldrei hefur verið jafn þægilegt að versla gjafabréf á svfr.is en þú einfaldlega skráir netfang viðtakanda ásamt þeirri dagsetningu sem þú vilt að gjafabréfið afhendist á. Með gjafabréfinu fylgir svo kóði sem hægt er að nota í vefsölunni.

 

Hægt er að nýta gjafabréfin upp í námskeið á vegum SVFR og veiðileyfi.

Smellið hér til að kaupa gjafabréf.