Félagaúthlutun er handan við hornið!

Hin árlega félagaúthlutun hefst í næstu viku og ríkir mikil spenna þar sem úr nægu er að velja! Andakílsá fer annað árið í röð í almenna sölu og verður í félagaúthlutun fyrir félagsmenn SVFR. Ljóst er að það verður mikil eftirspurn og er nær ómögulegt að fá leyfi nema maður nýti A leyfið sitt. Ásamt Andakílsa verða meðal annars okkar vinsælu ár Elliðaár, Gljúfurá í Borgarfirði, Flókadalsá, Gufudalsá, Langár og Haukadalsár hollin í boði.

Það er um að gera að setja sig í stellingar fyrir þessa spennandi viku sem framundan er því söluskráin fer í loftið á sama tíma og er hún stútfull af frábærum leyfum.

Nánari tímasetning og fyrirkomulag verður kynnt eftir helgi.

Með veiðikveðju

By SVFR ritstjórn Fréttir