SVFR auglýsir eftir 6 áhugasömum félagsmönnum í árnefnd Miðár, sem skipuð verður á næstunni. Við köllum eftir umsóknum frá félagsmönnum okkar til árnefndarstarfa, en þetta er frábært tækifæri fyrir alla félagsmenn til þess að taka virkan þátt í félagsstarfinu.
Árnefndir félagsins eru helsta bakbein í félagsstarfi SVFR og er gífurlega mikilvægur þáttur fyrir þau ársvæði sem félagið hefur innan sinna snæra. Árnefndir hafa umsjón með sínum ársvæðum, sjá um merkingar á veiðistöðum á viðkomandi ársvæði, sjá til þess að veiðihús sé tilbúið fyrir komandi veiðitímabil og sinna léttu viðhaldi í samstarfi við veiðifélag ársvæðisins. Árnefndir er einnig tengiliður stjórnar SVFR við ársvæðið og er í samskiptum við veiðifélag og stjórn SVFR.
Áhugasamir geta sent inn umsókn hér til og með 19. desember nk.
Athugið ef Miðá kemur ekki upp sem valmöguleiki þarf að endurhlaða síðunni, CTRL + F5 leysir vandamálið.