By Ingimundur Bergsson

Kristján Friðriksson verður staðarhaldari og veiðivörður við Langá

SVFR hefur samið við Kristján Friðriksson um að taka að sér staðarhald og veiðivörslu í Langá á komandi sumri.  Hann mun því taka á móti veiðimönnum í Langá, sjá um skiptingar og fylgjast með að allt sé eins og það á að vera við Langá næsta sumar. Kristján hefur verið viðloðandi stangaveiðina síðustu áratugi og …

Lesa meira Kristján Friðriksson verður staðarhaldari og veiðivörður við Langá

By Hjörleifur Steinarsson

Fræðslukvöld SVFR.

Takið kvöldið frá! Fyrsta fræðslukvöld SVFR á þessum vetri verður miðvikudaginn 6. mars næstkomandi. Glæsileg dagskrá og frábært happdrætti eins og venjulega. Viðburðurinn verður haldinn á Sportbarnum Ölver Glæsibæ, húsið opnar kl 19 en dagskrá hefst kl 20.  

Lesa meira Fræðslukvöld SVFR.

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

Úrslit í stjórnarkjöri Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) voru kynnt á aðalfundi félagsins, sem fór fram í Akóges-salnum í Lágmúla í gærkvöldi. Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR var ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin. Fjórir frambjóðendur bitust um þrjú laus sæti í stjórn. Kosningarnar hófust fimm dögum fyrir aðalfund og voru rafrænar. Á kjörskrá voru 2.547 …

Lesa meira Aðalfundur SVFR: Úrslit í stjórnarkjöri og óbreytt félagsgjald

By Ingimundur Bergsson

Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær ályktun vegna sjókvíaeldis á laxi. Hér er ályktunin: Ályktun aðalfundar SVFR. Aðalfundur SVFR skorar á stjórnvöld að bregðast við því ófremdarástandi sem skapast hefur í sjókvíaeldismálum við strendur Íslands. Á síðasta ári varð stórslys. Þúsundir frjórra eldislaxa sluppu úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði. Fljótlega var …

Lesa meira Skorað á stjórnvöld að herða eftirlit og stórhækka sektir

By Ingimundur Bergsson

Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

Kæru félagar! Aðalfundur SVFR verður haldinn í dag fimmtudaginn 29. febrúar nk. kl. 18:00. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4. Dagskrá fundarins hefur verið kynnt og má sjá hana hér.   KOSIÐ TIL STJÓRNAR SVFR Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR og hefur rafræn kosning þegar farið í gang. Við hvetjum …

Lesa meira Aðalfundur í dag kl. 18.00 – ertu búin/n að kjósa?

Leirvogsá
By Árni Kristinn Skúlason

Vorveiði til félagsmanna

Kæru félagsmenn, Nú erum við að setja í sölu vorveiðina í Leirvogsá, Korpu og það sem til er á lager í silungsveiðinni í Elliðaánum. Við viljum að þið félagsmenn njótið forgangs og því hafið þið kost á að sækja um þá daga sem þið viljið áður en leyfin fara í almenna sölu í vefsölunni í …

Lesa meira Vorveiði til félagsmanna

By Ingimundur Bergsson

Kosið til stjórnar SVFR

Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR á aðalfundi félagsins þann 29. febrúar. Í framboði eru í stafrófsröð fjórir félagar; Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson, Trausti Hafliðason og Unnur Líndal Karlsdóttir. Fyrir í stjórn SVFR þær Brynja Gunnarsdóttir, Dögg Hjaltalín og Helga Jónsdóttir, en þær voru kjörnar til tveggja ára setu á síðasta ári. Kjörnefnd hefur  ákveðið að kosning skuli …

Lesa meira Kosið til stjórnar SVFR