Tryggvi Þór Hilmarsson fékk þessa stórglæsilegu hrygnu í Sandá þann 16. ágúst síðastliðinn, hún mældist sléttir 100cm. Hrygnan stóra féll fyrir 1/3″ Klaka í Þriggjalaxahyl efri.
Sandá er rómuð stórlaxá en þetta er fyrsti laxinn sem nær meternum þar í ár, svona stórar hrygnur eru sjaldséðar á Íslandi en oftast eru það hængarnir sem ná þessari stærð. Gaman er að segja frá því að 43 af þeim 296 löxum sem hafa veiðst í Sandá í ár eru yfir 80cm!
Við óskum Tryggva til hamingju með þessa glæsilegu hrygnu!