By SVFR ritstjórn

Langá komin yfir 1000 laxa

Langá hefur verið á ágætis róli síðustu daga en þúsundasti laxinn kom á land seinnipartinn í gær. Þessi fallega hrygna tók svartan Frances micro cone í veiðistaðnum Langasjó, veiðimaðurinn er Guðmundur Jörundsson. Í fyrra voru lokatölur 832 laxar þannig það er góð bæting í veiðinni í ár, veitt er í Langá til 25. september og munu …

Lesa meira Langá komin yfir 1000 laxa

By SVFR ritstjórn

Ný stjórn kvennanefndar

Nýkjörin stjórn kvennanefndar SVFR tók við keflinu í árlegri veiðiferð í Langá á Mýrum um mánaðamótin ágúst/september. Lilja Bjarnadóttir og María Hrönn Magnúsdóttir hætta í stjórn og viljum við þakka þeim fyrir vel unnin störf. Í þeirra stað koma Þóra Sigrún Hjaltadóttir og Rún Knútsdóttir. Sæunn Björk Þorkelsdóttir tekur við sem formaður. Við hvetjum áhugasama …

Lesa meira Ný stjórn kvennanefndar

By SVFR ritstjórn

Veiðitölur og fréttir

Veiðin á svæðum SVFR hefur verið með ágætu móti í ár, veðurfar hefur verið mörgum svæðum gott en það hefur ekki verið skortur á rigningu eins og allir vita. Hér förum við létt yfir stöðuna í ánum. Andakílsá – Uppseld Ein eftirsóttasta áin hefur staðið fyrir sínu, veiðin er rólegri en síðustu ár en hefur …

Lesa meira Veiðitölur og fréttir

By SVFR ritstjórn

Löng helgarlokun hjá SVFR

Lokað verður á skrifstofu Stangaveiðifélags Reykjavíkur föstudaginn 29. júlí sem og á frídegi verslunarmanna 1. ágúst. Fyrir almennar fyrirspurnir bendum við á netfangið svfr@svfr.is. Sé hins vegar um neyðartilfelli að ræða skal hringja í síma 821-3977. Njótið helgarinnar og gangið hægt um gleðinnar dyr. Strekktar línur, Skrifstofan

Lesa meira Löng helgarlokun hjá SVFR

By SVFR ritstjórn

Sandá komin í gang!

Veiði hófst í Sandá í Þistilfirði þann 24. júní og var holl númer tvö að ljúka veiðum í gær. Hollið landaði 5 löxum og misstu nokkra. Það er mikið vatn í Sandá sem er þó tær og flott. Talsvert af fiski er að ganga í þessum straumi og þegar síðustu veiðimenn hættu veiðum var áin …

Lesa meira Sandá komin í gang!