Veiði á urriðasvæðunum okkar fyrir norðan er búin í ár en um síðustu helgi lokuðum við veiðihúsunum okkar Hofi og Rauðhólum. Mjög góð veiði var á báðum svæðum og urriðinn heldur áfram að stækka, mögulega þökk sé veiða og sleppa.
Eins og flestum ætti að vera kunnugt sló opnunin í Mývatnssveit öll met og veiddust um 500 fiskar á stangirnar 14 á þremur dögum. Góð veiði var allt tímabilið en hún minnkaði þó aðeins eftir að áin litaðist í ágúst, sem gerist á hverju ári. Stærsti fiskurinn sem veiddist í Mývatnssveit mældist 83cm og var það Kristján Jónsson sem veiddi hann í Sprengjuflóa.
Laxárdalurinn stóð undir nafni og var veiðin verulega góð í sumar. Fiskurinn heldur áfram að stækka og óvenjulegt er að menn skrái fiska undir 50cm. Við ræddum aðeins við caddis bróðurinn Óla og hann var afar sáttur með sumarið í dalnum enda lítið hægt að kvarta þegar nóg er af stórum fiskum og veiðin góð!
Við viljum þakka veiðimönnum fyrir ánægjulegar stundir við Laxá í sumar og hlökkum til að taka á móti ykkur á næsta ári fyrir norðan.
Myndin sem fylgir fréttinni er af Kristjáni Jónssyni með metfiskinn úr Sprengjuflóa, þvílíkt ferlíki!