101cm hrygna úr Haukadalsá!

Það er ekki á hverjum degi sem 101cm lax veiðist hér á landi og hvað þá svo stór hrygna.

Það var Lovísa Sigurðardóttir sem veiddi laxinn síðasta föstudag á lítinn sunray í veiðistaðnum Blóta. Hrygnan stóra lét mikið fyrir sér hafa og gaf ekkert eftir, en eftir langa baráttu kom hún í land og mældist 101cm – takk fyrir!


Hér sést vel hversu þykk hrygnan er, einstaklega fallegt eintak

Við viljum óska Lovísu til hamingju með þessa glæsilegu hrygnu!

By SVFR ritstjórn Fréttir