Svakalegar göngur í Langá í nótt!

Það er óhætt að segja að laxinn sé loksins að mæta af fullum þunga í Langá en í morgun voru vel yfir 200 fiskar búnir að ganga í nótt og teljarinn helsti flöskuhálsinn, en laxinn er enn á fullu skriði upp ána þegar þetta er skrifað. Þetta er ein stærsta ganga sem staðarhaldari man eftir, en eins og þeir sem þekkja til vita er talsvert af fiski sem gengur framhjá teljaranum, sérstaklega þegar það er umferðaröngþveiti í teljaranum sjálfum.

Fiskur er þegar farinn að gægjast upp á fjall, en fjallið fer ekki inn í svæðaskiptinu fyrr en fiskur hefur dreift sér vel um efra svæðið.

Það verður spennandi að fylgjast með hvort þessi sterka gangi halda áfram næstu daga, en veiðimenn sem eiga daga í Langá næstu daga ættu að vera í toppmálum.

Þá er rétt að benda á að við erum með í endursölu sex stangir á frábærum tíma, 27.-30.júlí, fyrir viðskiptavin. Hér má sjá yfirlit yfir lausar stangir í Langá.

 

Með veiðikveðju,

SVFR

By SVFR ritstjórn Fréttir