Frábær veiði í Varmá

Sumarveiðin í Varmá er vanmetin og hefur verið flottur gangur í sumar en sjóbirtingurinn var mættur um miðjan júní og núna fara göngurnar að fara af stað fyrir alvöru.

Andri Fannberg var í Varmá um helgina og sagði að það væri mikið af fiski á svæðinu og að sjóbirtingurinn væri svo sannarlega mættur fyrir ofan Reykjafoss. Hann landaði nokkrum vænum fiskum og var sá stærsti rúmlega 60cm. Einn mjög stór fiskur hafði betur eftir langa viðureign í beygjunni fyrir neðan Stöðvarbreiðu.

Um daginn veiddist einnig svakalegur bolti sem tók lítinn Peacock í Stöðvarbreiðunni en hann mældist 78cm að lengd og 48cm í ummál! Það var danskur veiðimaður að nafni David Thormar sem landaði drekanum eftir mikla baráttu þar sem fiskurinn hreinlega gafst ekki upp. Gaman er að segja frá því að þetta var hans fyrsti fiskur á nýju Sage R8 stöngina, ekki slæm eldskírn!

 

Hér er mynd af breskum veiðimanni sem veiddi þennan glæsilega sjóbirting á litla púpu.

By SVFR ritstjórn Fréttir Varmá - Þorleifslækur