By SVFR ritstjórn

Svakalegar laxagöngur í Elliðaárnar

Víða hefur laxgengd verið undir væntingum veiðimanna, sem margir barma sér yfir fiskleysi. Í Elliðaánum er málum þó öðruvísi farið, því svakalegar göngur hafa verið í árnar undanfarna daga. Þegar þetta er skrifað hafa 1.080 laxar farið um teljarann frá miðnætti aðfararnótt laugardags, þar af 630 í gær og fyrradag! Samhliða hefur veiðin tekið við …

Lesa meira Svakalegar laxagöngur í Elliðaárnar

By SVFR ritstjórn

Sumarblað Veiðimannsins

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna. Blaðið er fjölbreytt að vanda. Greint er frá skýrslu stjórnar SVFR þar sem farið er skilmerkilega yfir veiðisvæði á vegum félagsins, sem og fjárhagsstöðuna en fjórða árið í röð er eiginfjárstaða félagsins að styrkjast. Rætt er við Ragnar Snorra Pétursson, …

Lesa meira Sumarblað Veiðimannsins

By SVFR ritstjórn

Framtíðarveiðimenn í Korpu – fyrri dagur

Það var lífleg og góð stemmning í Korpu annan sunnudag aprílmánaðar þegar fyrsta veiðiferð ungmennastarfsins á árinu 2025 fór fram. Þrátt fyrir vor í lofti var kuldi og rok og aðstæður nokkuð krefjandi en ungu veiðimennirnir létu veðrið ekki á sig fá og voru svo sannarlega tilbúnir að takast á við það sem koma skyldi. …

Lesa meira Framtíðarveiðimenn í Korpu – fyrri dagur

By SVFR ritstjórn

Biðin er á enda og nýtt veiðitímabil að hefjast!

Kæru félagar, Einn skemmtilegasti tími ársins er loksins runninn upp. Já, það verður svo sannarlega tilefni til að gleðjast þegar Brúará, Korpa og Leirvogsá opna árbakka sína fyrir veiðimönnum á morgun – fyrsta dag aprílmánaðar. Nóg er af lausum stöngum í Brúará næstu daga á meðan Korpa er einni stöng frá því að vera uppseld …

Lesa meira Biðin er á enda og nýtt veiðitímabil að hefjast!

By SVFR ritstjórn

Barna- og unglingastarfið að hefjast

Það gleður okkur að tilkynna að barna- og unglingastarfið hefst á á morgun, 11. mars, í Rimaskóla í Grafarvogi þar sem boðið verður upp á kennslu og góð ráð í fluguhnýtingum. Þetta er fyrsti hittingurinn í vetur en framundan er spennandi dagskrá á næstu vikum og mánuðum sem sjá má hér að neðan. Viðburðadagatal barna- …

Lesa meira Barna- og unglingastarfið að hefjast

By SVFR ritstjórn

Ertu til er Langá kallar á þig?

Árnefnd Langár óskar eftir öflugum liðsauka í starfandi nefnd sína á nýju ári. Um er að ræða fjögur laus sæti í tólf manna nefnd. Umsækjendur þurfa ekki að búa yfir neinum sérstökum hæfileikum öðrum en dugnaði og vilja til að sinna sjálfboðastarfi í þágu félagsins. Árnefndarvinnan felst m.a. í almennri viðhaldsvinnu við Langárbyrgi, garðvinnu og …

Lesa meira Ertu til er Langá kallar á þig?

By SVFR ritstjórn

Slær hjarta þitt í Gufudalsá?

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar eftir fimm áhugasömum og kraftmiklum félagsmönnum í nýja árnefnd Gufudalsár sem skipuð verður á næstu vikum. Umsækjendur þurfa ekki að búa yfir neinum sérstökum hæfileikum öðrum en dugnaði og vilja til að sinna sjálfboðastarfi í þágu félagsins. Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagsstarfinu og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á …

Lesa meira Slær hjarta þitt í Gufudalsá?