By SVFR ritstjórn

Góður þriðjudagur í Leirvogsánni

Okkur þykir alltaf gaman þegar félagsmenn deila með okkur veiðimyndum, sér í lagi þegar allra yngstu veiðimennirnir eru í sviðsljósinu. Feðgarnir Gísli og Þórarinn áttu góðan dag í Leirvogsánni sl. þriðjudag og sendu okkur þessa skemmtilegu mynd sem við fengum góðfúslegt leyfi til að birta. Þórarinn, sem er aðeins 7 ára gamall, var hvergi banginn …

Lesa meira Góður þriðjudagur í Leirvogsánni

By SVFR ritstjórn

Flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst 16. apríl

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á flugukastnámskeið Kast­klúbb­s Reykja­vík­ur sem hefst klukkan 20:00 á sunnudagskvöldið kemur – 16. apríl. Námskeiðið er fyr­ir byrj­end­ur jafnt sem lengra komna þar sem farið verður yfir öll atriði ein­hendukasta og er þetta því kjörið tæki­færi til að afla sér góðrar þekk­ing­ar og auka færni sína. …

Lesa meira Flugukastnámskeið Kastklúbbs Reykjavíkur hefst 16. apríl

By SVFR ritstjórn

Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

Þó að úthlutunin sé langt á veg komin og niðurstöður liggi fyrir úr allflestum ársvæðum er ýmsu enn ólokið og ber þar helst að nefna sjálfar Elliðaárnar. Okkur þykir miður að úrvinnslan hafi dregist fram í febrúar og biðjumst velvirðingar á seinaganginum. Nú verður allt kapp lagt á að klára það sem eftir stendur svo …

Lesa meira Úthlutun 2023 – seinkun á niðurstöðum

By SVFR ritstjórn

TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

Síðasti vinnudagur Sigurþórs Gunnlaugssonar sem framkvæmdastjóra SVFR var í dag. Hann heldur á vit nýrra ævintýra eftir um fjögurra ára starf og SVFR óskar honum alls hins besta í nýjum verkefnum. Ingimundur Bergsson tekur við starfi framkvæmdastjóra SVFR, en hann hefur undanfarin misseri verið skrifstofustjóri félagsins og gegnt lykilhlutverki í sölu og þjónustu við félagsmenn. …

Lesa meira TAKK FYRIR OKKUR, SISSÓ!

By SVFR ritstjórn

Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fram fer á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar. Veiðidrottningin Helga Gísla og Ólafur Tómas „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti á staðnum! Húsið opnar klukkan 19 og eru allir velkomnir. Með kveðju, Fræðslunefndin

Lesa meira Takið fimmtudagskvöldið 26. janúar frá!

By SVFR ritstjórn

Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar

Undirbúningur er hafinn fyrir aðalfund SVFR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. febrúar í Akoges salnum, Lágmúla 4 í Reykjavík. Á fundinum verður kosinn formaður til eins árs, þrír stjórnarmenn til tveggja ára og fimm fulltrúaráðsmenn til tveggja ára. Framboð skulu berast skrifstofu SVFR eigi síðar en fjórtán dögum fyrir aðalfund, með skriflegum hætti eins og …

Lesa meira Aðalfundur SVFR haldinn 23. febrúar

By SVFR ritstjórn

Gleðilegt nýtt veiðiár!

Þá er árið 2023 gengið í garð og mörgum vafalaust farið að klæja í puttana yfir komandi tímabili enda styttist óðum í opnun fyrstu ársvæðanna. Formleg niðurtalning er í það minnsta hafin og ekki nema 81 dagur þar til vorveiðin hefst í Korpu, Leirvogsá og Varmá þann 1. apríl nk. Eins og við er að …

Lesa meira Gleðilegt nýtt veiðiár!

By SVFR ritstjórn

Gleðilega hátíð

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og fengsæls komandi árs. Þökkum samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða. Yfir hátíðarnar verður skrifstofan lokuð á Þorláksmessu, annan í jólum sem og föstudaginn 30. desember.

Lesa meira Gleðilega hátíð

By SVFR ritstjórn

Úthlutun í fullum gangi!

Úthlutun fyrir 2023 hófst með látum 7. desember sl. og er enn í fullum gangi. Mikill fjöldi umsókna hefur borist nú þegar og á sama tíma hafa margir nýir félagsmenn bæst í hópinn og bjóðum við þá velkomna í klúbbinn. Þó enn sé nægur tími til stefnu hvetjum við félagsmenn eindregið til að finna sér …

Lesa meira Úthlutun í fullum gangi!