By SVFR ritstjórn

Óskum eftir fólki í veiðiumsjón og -vörslu

Veiðiumsjón og -varsla á stór-höfuðborgarsvæðinu. Hefurðu gaman að veiði, útiveru og nýturðu þín í samskiptum við fólk? Stangaveiðifélag Reykjavíkur leitar að þremur jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka að sér verkefni veiðiumsjónar og -vörslu sumarið 2020. Reiknað er með að verkefnið byrji um 18. júní og því ljúki um 15. september. Verkefnið felur í …

Lesa meira Óskum eftir fólki í veiðiumsjón og -vörslu

By SVFR ritstjórn

Félagsmenn SVFR fá 10 þúsund króna gjafabréf

Allir félagsmenn SVFR fá 10.000 króna gjafabréf til kaupa á veiðileyfum í vefverslun SVFR samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Gjafabréfið er hægt að nýta til kaupa á veiðileyfum á öllum ársvæðum félagsins í sumar að frátöldum Elliðaánum, Alviðru og Flókadalsá. Þá hafa inntökugjöld fyrir nýja félagsmenn verið felld niður tímabundið og því geta nýir félagar bæst …

Lesa meira Félagsmenn SVFR fá 10 þúsund króna gjafabréf

By SVFR ritstjórn

Hagkvæm veiði í frábærri bleikju- og laxveiðá

– Frábært fyrir vinahópa og fjölskyldur Bíldsfellssvæðið í Soginu er er einstakt fluguveiðisvæði og í huga margra er Bíldsfell einn samfelldur veiðistaður. Ótrúlega margir eiga þó enn eftir að upplifa töfra svæðisins, sem geymir bæði stórar bleikjur og lax í veiðilegum strengjum, straumbrotum og ólgum. Veiði í Bíldsfelli er mjög hagkvæmur og áhugaverður kostur fyrir …

Lesa meira Hagkvæm veiði í frábærri bleikju- og laxveiðá

By SVFR ritstjórn

Langá | Sterkur hryggningarstofn eftir hörmungarsumar

Um áratugaskeið hefur vöktun á laxastofni Langár á Mýrum verið umfangsmikil. Rannsóknir fiskifræðinga hafa m.a. sýnt áhrif fiskgengdar, vatnafars, veiðiálags og veiðiaðferða á hrygningastofn, hrognaþéttleika og seiðabúskapinn í ánni. Sigurður Már Einarsson, fiskifræðingur, hefur um árabil annast þessar rannsóknir. Hann segir stöðu Langárstofnins sterka og hrósar veiðimönnum fyrir ábyrga hegðun á undanförnum árum. Þannig hafi …

Lesa meira Langá | Sterkur hryggningarstofn eftir hörmungarsumar

By SVFR ritstjórn

Framboð 2020

Fresti til framboðs 2020 lauk á miðnætti á miðvikudaginn var. Þessi framboð bárust: Framboð til formanns:Jón Þór Ólason Framboð í stjórn:Halldór JörgenssonHrannar PéturssonRögnvaldur Örn JónssonTrausti Hafliðason Framboð í fulltrúaráð:Gylfi Gautur PéturssonJóhann SteinssonJónas JónassonÓlafur E. JóhannssonReynir Þrastarson Frekari kynning á frambjóðendum til stjórnar verður birt á svfr.is á morgun.

Lesa meira Framboð 2020

By SVFR ritstjórn

Umsóknarfrestur framlengdur um viku til mánudagsins 27. janúar

Umsóknarfrestur félagsmanna hefur verið framlengdur um viku til miðnættis mánudaginn 27. janúar 2020. Hann rennur út eftir: [ux_countdown year=”2020″ month=”01″ day=”27″ time=”23:59″ t_week=”viku” t_day=”dag” t_hour=”klst” t_min=”mín” t_sec=”sek” t_week_p=”klst” t_day_p=”daga” t_hour_p=”klst” t_min_p=”mín” t_sec_p=”sek”] Nú er um að gera að nýta sér lengri umsóknarfrest, skoða fjölbreytt úrvalið og bóka veiði í sumar. Það er fátt skemmtilegra og …

Lesa meira Umsóknarfrestur framlengdur um viku til mánudagsins 27. janúar

By SVFR ritstjórn

Gleðileg jól og opnunartími yfir jólahátíðina

Stangaveiðifélag Reykjavíkur óskar félagsmönnum sínum, fjölskyldum þeirra og veiðimönnum öllum gleðilegra jóla og fengsæls komandi árs. Þökkum samskiptin og samveruna á árinu sem er að líða. Skrifstofa SVFR er opin yfir hátíðirnar: 27. desember, föstudagur  – 12:00-16:00 30. desember, mánudagur – 08:00-16:00 31. desember, þriðjudagur – LOKAÐ Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 12.

Lesa meira Gleðileg jól og opnunartími yfir jólahátíðina