Kæri félagsmaður. Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að búið er að opna fyrir vefsöluna: fara á vefsöluna Athugið að þessa fyrstu daga sem vefsalan er opin má reikna með nokkru álagi á söluna þannig að síðan getur virkað hæg, vinsamlegast sýnið því skilning.
Eins og í fyrra þá er vefsalan í formi lista en nokkrar breytingar hafa verið gerðar:
- Þegar þú skoðar söluna án innskráningar sérðu verðið til þeirra sem ekki eru félagsmenn
- Innskráð(ur) sérðu verðið með félagaafslætti, verðin sem kynnt voru í söluskránni.
- Hver lína er ein stöng fyrir ákveðið tímabil, verðið er pr. stangardag. Samtalan er því verðið á stangardeginum sinnum fjöldi daga.
- Verð á dag fyrir hálfa daga er miðað við hálfan dag en í dagafjölda kemur 1
Leita
Hægt er að leita eftir ársvæði, t.d. slá inn “leir” og þá kemur Leirvogsá eða slá inn dagsetningu 20.08 (dd.mm) og þá koma upp veiðidagar sem byrja eða enda á þessari dagsetningu.
Dálkarnir, útskýring:
- Dagsetning: Dagsetning á veiðideginum eða upphafsdagssetning þegar veiðin er fleiri en einn dagur.
- Svæði: Nafn á svæði, dagur eða dagar, fyrir eða eftir hádegi og svo stangarnúmer
- Verð á dag: Verð á stangardag, heilan eða hálfan
- Dagafjöldi: Fjöldi daga (1 á líka við hálfa daga)
- Samtals: Verð á stangardag x fjöldi daga
Athugið! Þegar keyptar eru stangir í Gufudalsá, Gljúfurá, Laugardalsá eða Flókadalsá ber að kaupa allar stangirnar fyrir tímabilið. Þeir sem óvart kaupa staka stöng í vefsölunni á þessum ársvæðum bíðst að kaupa hinar stangirnar á tímabilinu eða skila þessari einu.
Hafir þú einhverjar spurningar þá er velkomið að hringja til okkar í síma 568 6050 eða senda okkur tölvupóst á [email protected].
Hér eru nokkur dæmi:
Verð fyrir innskráningu
Verð eftir innskráningu félagsmanns
Leitað eftir ársvæði
Leitað eftir dagsetningu