Niðurstöður útdráttar fyrir Elliðaárnar 2020

Útdráttur vegna umsókna A leyfa í Elliðaánum fór fram 17. febrúar sl. fyrir komandi veiðitímabil 2020. Ættu flestir að fá það leyfi sem sótt var um en árnefnd Elliðaánna vinnur nú í því að koma þeim fyrir sem ekki fengu það sem óskað var eftir. Einnig er árnefndin að vinna úr umsóknum b,c,d og e leyfa. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki nú um helgina og í næstu viku verða þær niðurstöður kynntar.

Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formaður SVFR, sá um dráttinn fyrir hönd stjórnar eins og undanfarin ár. Við útdráttinn er gætt ítrasta hlutleysis. Margir félagsmenn nýta sér tækifærið og mæta á útdráttinn til að fylgjast með. Valdir eru nokkrir félagsmenn af handahófi og þeir fengnir til að kasta teningum en þær tölur sem koma upp eru nýttar í að “fæða” slembifall í Excel sem síðan dregur um hvaða félagsmaður fær leyfi.

Í lok næstu viku ættum við að hafa nokkuð góða mynd á það hvaða veiðileyfi verða laus í Elliðaánum í sumar.

Hér að neðan er PDF skjal sem inniheldur fæðingardag þeirra sem fengu úthlutað á þeim tíma sem þeir óskuðu eftir. Hægt er að sækja skjalið með að smella á punktana 3 í tækjastikunni fyrir neðan skjalið og nota „control-f“ til að leita eftir fæðingardegi. Út frá persónuvernd birtum við ekki kennitölurnar í heild sinni.

[gap]

Open Book

[gap]

By SVFR ritstjórn Fréttir