Veiðiumsjón og -varsla á stór-höfuðborgarsvæðinu.
Hefurðu gaman að veiði, útiveru og nýturðu þín í samskiptum við fólk? Stangaveiðifélag Reykjavíkur leitar að þremur jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingum til að taka að sér verkefni veiðiumsjónar og -vörslu sumarið 2020. Reiknað er með að verkefnið byrji um 18. júní og því ljúki um 15. september.
Verkefnið felur í sér m.a.
- Móttöku og samskipti við veiðmenn
- Eftirlit með veiðimönnum við veiði og mögulegum veiðiþjófnaði
- Umsjón og miðlun upplýsinga til veiðimanna og á svfr.is
- Eftirfylgni á veiðiskráningu
- Úthlutun veiðisvæða til veiðimanna
Nauðsynlegt er fyrir umsækjendur að hafa gilt ökuskírteini.
Umsókn skal fyllt út á svfr.is/storf.
Umsóknarfrestur er til og með föstudagsins 12. júní.