Félagaúthlutun 2021 hefst í vikunni!
Hin árlega félagaúthlutun hefst í þessari viku og ríkir mikil spenna þar sem Andakílsá stendur nú félagsmönnum til boða eftir nokkur ár í hvíld. Það hefur ekki farið framhjá neinum að tilraunaveiðin sem fór þar fram í ár gekk vel og var áin ein sú besta á landinu miðað við fjölda veiddra laxa á stöng. …