Félagaúthlutun – umsóknarfrestur og aðrar gagnlegar upplýsingar

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til miðnættis mánudagsins 21. des. nk.

Nú er um að gera að nýta sér lengri umsóknarfrest, skoða fjölbreytt úrvalið og bóka veiði. Fátt er skemmtilegra og meira gefandi en að skella sér í veiði með góðum vinum í fallegu umhverfi.

Enginn frekari frestur verður gefinn og því er vissara að vera ekki að standa í að sækja um rétt fyrir lokun umsókna. Ef það koma upp vandamál við skráningu umsóknar sendu okkur tölvupóst með heiti ársvæðis, kennitölu, hvaða leyfi skal notað og umbeðnum dögum á [email protected] með “Umsókn 2021” í fyrirsögn áður en að umsóknarfrestur rennur út.

Eingöngu félagar í SVFR sem hafa greitt félagsgjöldin fyrir 2021 eiga rétt á að taka þátt í félagaútlutuninni. Það margborgar sig að taka þátt því að félagaúthlutun lokinni hækka veiðileyfin um 5%.

Minnum á gjafabréfin
Jólagjöf veiðimannsins eru veiðileyfi og hjá okkur getur þú fengið gjafabréfin okkar vinsælu. Heyrðu í okkur í síma 568 6050 og við setjum saman gjafabréf að þínum óskum. Skrifstofan er lokuð fyrir almennum heimsóknum en hægt er að nálgast gjafabréfin á skrifstofuna fyrir jól með því að hringja í okkur rétt fyrir komu. Skrifstofan er opin alla daga til kl. 16.00 og er staðsett á Rafstöðvarvegi 14.

Vert er að hafa í huga:

  • Ekki þarf A – B og C leyfi fyrir umsóknir í Elliðaárnar, hvort sem fyrir laxveiðitímabilið eða vorveiðina.
  • Skylduþrif eru í Andakílsá, Flekkudalsá, Gljúfurá, Haukadalsá, Laugardalsá og Sandá. Sérstakur reikningur er sendur fyrir þá þjónustu.
  • Reikningar verða gefnir út í byrjun janúar og er eindagi reikninga 15 dögum eftir útgáfu. Sé óskað eftir greiðsluskiptingu verður boðið uppá að skipta greiðslum á greiðslukort.
  • Staðfestingapóstur á að berast fyrir öllum skráðum umsóknum!
  • SPAM – athugið að algent er að staðfestingar á umsóknum geta farið í ruslpóst.

Dagar til vara
Athugið vel að þegar sótt er um daga til vara, þá skal það aðeins gert ef dagar til vara eru jafn góðir þeim dögum sem sótt er um fyrir umsækjanda. Við úthlutun er reynt að raða umsóknum niður og til að lágmarka útdrætti og auka möguleika umsækjanda er góður kostur að merkja við daga til vara.

Hópumsókn
Það er nægjanlegt að senda inn eina hópumsókn en þá þarf að skrá einn félagsmann á stöng. Allir umsækjendur þurfa að vera félagar í SVFR og búnir að greiða félagsgjaldið fyrir 2021. Það leyfi sem er valið, t.d. A, þýðir að allir í hópumsókninni eru að nýta sitt A-leyfi. Öflugustu umsóknirnar ganga fyrir varðandi úthlutun. Vægi umsókna margfaldast ekki þó umsækjendur í hópumsókn séu fleiri en stangafjöldi, þ.e.a.s. umsókn með sex A-umsækjendum um þrjár stangir er ekki sterkari en umsókn með þrem A-umsækjendum.

Hvar ætlar þú að veiða sumarið 2021?

Open Book
By SVFR ritstjórn Fréttir