By Ingimundur Bergsson

Úthlutun gengur vel!

Kæru félagsmenn, Úthlutun hefur gengið nokkuð vel og hefur þurft að halda fjölmarga rafræna drætti, þar sem dregið er fyrir opnum tjöldum á myndfundi með aðstoð Excel. Við stefnum á að klára síðustu ársvæðin í vikunni og stefnum á að draga í Elliðaánum 20. janúar, bæði fyrir laxatímabilið og vorveiðina. Þegar fjöldi umsókna er mikill …

Lesa meira Úthlutun gengur vel!

By Ingimundur Bergsson

Umsögn SVFR vegna laga um lagareldi

SVFR lagði inn umsögn varðandi laga um lagereldi sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 10. janúar 2024 Stangaveiðifélag Reykjavíkur 620269-3799 eru stærstu og elstu félagasamtök áhugamanna um stangaveiði á Ísland, stofnað 17. maí árið 1939. Fjöldi félagsmanna árið 2024 voru 3000. Efni: Umsögn um frumvarp til laga um lagareldi Yfirlýst markmið frumvarps …

Lesa meira Umsögn SVFR vegna laga um lagareldi

By Ingimundur Bergsson

Skrifstofa SVFR flytur í Skeifuna

Við byrjum árið með látum og flytjum skrifstofu SVFR í nýjar höfuðstöðvar í lok janúar.  Lögheimili félagsins verður frá þeim tíma í einu af bláu húsunum í Skeifunni, nánar tiltekið Suðurlandsbraut 54, 2. hæð. Skrifstofa SVFR hefur verið í Elliðaárdalnum um árabil, en eftir umfangsmiklar framkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á svæðinu við gömlu rafstöðina rúmast skrifstofa SVFR ekki lengur í dalnum. Hjarta félagsins mun þó áfram …

Lesa meira Skrifstofa SVFR flytur í Skeifuna

By Ingimundur Bergsson

Jólablað Veiðimannsins

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, er nú kominn úr prentun og farinn í dreifingu til félagsmanna, sem munu fá ritið á næstu dögum. Í ritinu er ítarleg umfjöllun um sjókvíaeldi og mun teikningin á forsíðunni án vafa vekja athygli. Hún er eftir Gunnar Karlsson en innblásturinn er sóttur í plakat myndarinnar Jaws, sem kom út árið …

Lesa meira Jólablað Veiðimannsins

By Ingimundur Bergsson

Aukin veiðivarsla við Elliðaárnar!

SVFR hefur samið við Öryggismiðstöðina um aukið eftirlit við Elliðarárnar nú þegar hrygningatími laxins er í fullum gangi. Aukin umferð við árnar kallar á meira eftirlit og sérstaklega í ljósi þess að veiðiþjófnaður hefur aukist milli ára þá höfum við brugðið á það ráð að styðja við eftirlitið með þessu samkomulagi. Þrátt fyrir aukna veiðivörslu …

Lesa meira Aukin veiðivarsla við Elliðaárnar!

By Ingimundur Bergsson

Lækkun félagsgjalda!

Í dag sendum við út reikninga fyrir félagsgjöldum SVFR fyrir árið 2024 og ættu félagsmenn að fá reikning í dag á tölvupósti sem og kröfu í banka. Þeir sem ekki fá reikning í tölvupósti ættu að senda okkur tölvupóst með uppfærðu netfangi ef að það hefur breyst. Á síðsta aðalfundi félagsins sem haldinn var 23. …

Lesa meira Lækkun félagsgjalda!

By Ingimundur Bergsson

Urriðadansinn laugardaginn 14.okt. kl. 14.00 við Öxará!

Árlegur urriðadans undir leiðsögn Jóhannesar Sturlaugssonar verður laugardaginn 14. október klukkan 14:00. Allajafna stendur viðburðurinn yfir í 90-120 mínútur.Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um  urriðann í Þingvallavatni , lífshætti hans og almennan hag. Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl …

Lesa meira Urriðadansinn laugardaginn 14.okt. kl. 14.00 við Öxará!

By Ingimundur Bergsson

Samstaða gegn sjókvíaeldi!

Mynd frá Hrútafjarðará: Hjörleifur Hannesson Eldislax sem sleppur úr sjókvíum, laxalús og sýkingar eru í dag stærstu ógnirnar við villtan lax í Noregi. Hér á landi er notast við sömu tækni og fyrirtækin eru einnig þau sömu. Nýlegt umhverfisslys í sjókví Arctic Fish í Patreksfirði sýnir vel að staðan er sú sama hér. Eldislaxar synda …

Lesa meira Samstaða gegn sjókvíaeldi!