SVFR semur við Lux veitingar

SVFR hefur samið við Lux veitingar ehf. um að taka að sér rekstur Langárbyrgis við Langá og veiðihússins við Haukadalsá á komandi sumri.  Að baki Lux veitinga ehf. standa þeir Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og Hinrik Örn Lárusson matreiðslumeistari, en þeir félagarnir ættu að vera veiðimönnum sem stundað hafa Langá og Haukadalsá kunnugir enda ráku þeir veiðihús SVFR fyrir nokkru við góðan orðstír. Samhliða Lux veitingum ehf. eiga þeir og reka Sælkerabúðina.  

 

Veiðihúsin á urriðasvæðunum fyrir norðan, Hof í Mývatnssveit og Rauðhólar í Laxárdal verða rekin af SVFR eins og undanfarin tvö ár.

 

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson, matreiðslumeistarar, munu sjá um rekstur Langárbirgis og veiðihússins við Haukadalsá næsta sumar.

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir