Á laugardaginn nk. 27.janúar kl. 14 munum við draga úr umsóknum um veiði í Elliðaánum bæði fyrir lax og silung.
Varðandi silungsveiðina þá var sprengja í umsóknum þar og verðum við því að fara þá leið að fyrst um sinn fá veiðimenn eina vakt á mann til að byrja með. Það er erfitt að verða við því að úthluta tvær stangir í þeim tilfellum sem menn hafa skráð sig fyrir tveimur stöngum. Þeir sem sendu inn fleiri en eina umsókn í vorveiðina athugið að síðasta umsóknin gild eins og kom fram í skýringum þegar sótt var um.
Við munum kalla til félagsmenn til að fylgjast með að drátturinn fari rétt fram og ef félagsmenn hafa áhuga á að fylgjast megið þið gjarnan senda okkur línu á [email protected].
Með kveðju,
Skrifstofan