Kosið til stjórnar SVFR

Kosið verður um þrjú sæti í stjórn SVFR á aðalfundi félagsins þann 29. febrúar. Í framboði eru í stafrófsröð fjórir félagar; Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson, Trausti Hafliðason og Unnur Líndal Karlsdóttir.

Fyrir í stjórn SVFR þær Brynja GunnarsdóttirDögg Hjaltalín og Helga Jónsdóttir, en þær voru kjörnar til tveggja ára setu á síðasta ári.

Kjörnefnd hefur  ákveðið að kosning skuli vera rafræn og samkvæmt lögum félagsins skal hún standa í fimm sólarhringa. Hún hefst laugardaginn 24. febrúar kl. 18 og lýkur fimmtudaginn 29. febrúar um kl. 19, þegar kaffihlé verður gert á aðalfundinum samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá. Kjósendur geta breytt atkvæði sínu þar til kosningu lýkur með því að kjósa aftur, en nýjasta atkvæðið telur. Niðurstöður kosninga verður svo kynntar eftir kaffihlé á aðalfundinum. Framkvæmd og utanumhald um rafrænu kosningarnar eru í höndum Advania.

Á kjörskrá eru 2574 félagsmenn sem allir eru eldri en 18 ára og hafa greitt félagsgjöld sín.

Ekki þarf að kjósa til formanns, né í fulltrúaráð þar sem sjálfkjörið er í þau embætti. Ragnheiður Thorsteinsson verður því sjálfkjörin formaður félagsins og í fulltrúaráðið hafa þau Georg Gísli Andersen, Hörður Vilberg, Jóhann Torfi Steinsson, Jóhanna Lind Elíasdóttir og Karl Lúðvíksson endurnýjað embættin sín í fulltrúaráði félagins til tveggja ára.  Í fulltrúaráði sitja 10 félagsmenn auk fimm síðustu formanna félagsins. Kosið er um fimm sæti á hverju ári til tveggja ára.

Smellið hér til að fara á kosningavef SVFR

Hér má sjá kynningar frambjóðenda í starfsrófsröð:

Halldór Jörgensson
Hrannar Pétursson
Trausti Hafliðason
Unnur Líndal Karlsdóttir

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir