SVFR NÆR FYRRI STYRK

Ársreikningur SVFR vegna síðasta rekstrarárs er tilbúinn og liggur frammi á skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 54. Síðasta rekstrarár var gott fyrir félagið, þar sem heildartekjur voru 644,5 milljónir króna og hagnaður af rekstrinum var 40,6 milljónir króna. Þetta er þriðja árið í röð sem SVFR góðum rekstrarafgangi og staða félagsins er því orðin sterk. Nokkrir samverkandi þættir skýra bætta afkomu SVFR; agi í rekstri félagsins, bættir innheimtu- og skráningarferlar, öflugt starfsfólk, fjölgun félagsmanna og góð sala veiðileyfa. Árangur undanfarinna ára hefur styrkt stöðu SVFR mjög, þar sem eigið fé félagsins er loksins orðið svipað og það var fyrir efnahagshrunið 2008 í krónum talið. Í kjölfar þess fylgdu erfið rekstrarár, þar sem skuldbindingar félagsins og tekjur þróuðust með ólíkum hætti og eigið fé varð um tíma neikvætt. Það er mikið fagnaðarefni að SVFR hafi náð fyrri styrk, enda gerir það félaginu kleift að þjónusta félagsmenn enn betur, halda verði veiðileyfa í lágmarki og efla samfélag veiðimanna.

 

Með kveðju,

SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir