Framboð til stjórnar og fulltrúaráðs 2024

Nú þegar framboðsfrestur er runnin út er ljóst að sjálfkjörið er í sæti formanns en Ragnheiður Thorsteinsson bauð sig fram til áframhaldandi starfa í sæti formanns. Í stjórn eru fjórir frambjóðendur um þrjú sæti þannig að ljóst er að það þarf að koma til kosninga um stjórnarsætin.

Fjórir í framboði um þrjú stjórnarsæti.

Lögum samkvæmt stendur til að kjósa þrjá stjórnarmenn til næstu tveggja ára á aðalfundinum 29. febrúar. Núverandi stjórnarmenn, Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson og Trausti Hafliðason bjóða sig fram til endurkjörs auk þess sem Unnur Líndal Karlsdóttir býður sig fram til stjórnar. Kjörnefnd hefur hafið störf við undirbúning kosninga en hún ákveður hvernig kosningar fara fram.

Hér má sjá framboðskynningar sem eru klárar í starfsrófsröð:

Halldór Jörgensson
Hrannar Pétursson
Trausti Hafliðason
Unnur Líndal Karlsdóttir

 

Sjálfkjörið er til fulltrúaráðs, en þar gáfu þeir fimm aðilar sem voru í endurkjöri sig fram til endurkjörs.

Þeir eru:

Georg Gísli Andersen
Hörður Vilberg
Jóhann Torfi Steinsson
Jóhanna Lind Elíasdóttir
Karl Lúðvíksson

Engar lagabreytingatillögur bárust fyrir komandi aðalfund.

 

Með kveðju,

SVFR

By Ingimundur Bergsson Fréttir