Félagsmenn SVFR styrkja NASF

Samhliða félagsúthlutun í desember fór fram söfnun fyrir NASF til að styðja þá í baráttunni við verndun villta laxins okkar. Félagsmenn tóku höndum saman og söfnuðust kr. 300.000 krónur í þessu átaki.

Þeir Elvar Örn Friðriksson og Elías Pétur Þórarinsson frá NASF mættu í nýjar höfuðstöðvar SVFR í dag og veittu styrknum viðtöku úr hendi Ragnheiðar Thorsteinsson, formanni SVFR.


Frá vinstri: Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR afhendir Elvar Erni og Elíasi Pétri frá NASF 300.000 krónur frá söfnun SVFR.

Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF) hefur verið leiðandi í laxavernd í meira en 30 ár. Samtökin voru stofnuð í Reykjavík af Orra Vigfússyni, frumkvöðli í laxavernd. Markmið NASF er að takast á við allar þær ógnir sem stafa að villta laxinum og að stuðla að því að laxastofnar nái sér aftur á strik. Þeir sem vilja kynna sér betur starfsemi NASF er bent á heimasíðu félagsins, nasf.is.

Greiðsluseðlar vegna átaksins verða sendir út í næstu viku.

 

 

By Ingimundur Bergsson Fréttir