Gengið með Straumfjarðará á sunnudaginn

Á sunnudaginn næsta,26. maí, munum við bjóða upp á gönguferð meðfram Straumfjarðará. Páll Ingólfsson, formaður veiðifélagsin, mun leiða hópinn.

Þetta er kjörin leið til að kynnast ánni og eflaust mun Páll gefa mönnum góðar upplýsingar sem munu gagnast þeim sem stunda ánna og þeirra sem viljast kynnast henni.

Mæting kl. 10.00 á planið hjá SVFR – Rafstöðvarvegi 14, þar sem menn geta sameinast í bíla.  Þeir sem fara á eigin vegum er bent á að gangan hefst við veiðihúsið við Straumfjarðará kl. 12.00.

 

Góða skemmtun!

SVFR

By admin Fréttir