Á laugardaginn kemur 8. júní bjóðum við uppá gönguferð meðfram Haukadalsá þar sem Helgi Þorgils leiðir hópinn en hann gjörþekkir ána.
Þetta er kjörin leið til að kynnast ánni og eflaust mun Helgi gefa góðar upplýsingar sem gagnast þeim sem stunda ánna og þeirra sem viljast kynnast henni.
Mæting kl. 10.00 á planið hjá SVFR – Rafstöðvarvegi 14, þar sem menn geta sameinast í bíla. Þeir sem fara á eigin vegum er bent á að gangan hefst við veiðihúsið við Haukadalsá kl. 12.00
Við biðjum þátttakendur um að skrá sig á viðburðinn þannig að við getum áætlað fjöldann betur sem mætir. Ef þú ert ekki með Facebook aðgang er líka hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á skrifstofu ([email protected]).
Lágmarks þáttaka er 5 manns.