Lykillinn að Laxárdalnum

Hver er lykillinn að Laxárdalnum?

Þessari spurningu hefur verið fleygt fram oftar en einu sinni, en þeir sem hafa komist næst því að svara því eru trúlega “Caddis” bræðurnir Hrafn og Óli.

Ný býðst einstakt tækifæri til að komast í náið samband við eitt magnaðasta urriðasvæði landsins með hjálp “Caddis” bræðra sem þekkja hvern krók og kima í Laxárdalnum. Þeir bræður hafa leiðsagt veiðimönnum í Laxárdalnum til fjölda ára, og ætla nú að miðla af reynslu sinni með því að bjóða upp á stangir í Laxárdalnum í sumar og kynna fyrir þeim sem hafa áhuga á hver lykillinn að Laxárdalnum er.

Tvær dagsetningar eru í boði, 15.-18. júní og 8.-11. ágúst. Ath, aðeins nokkrar stangir eru í boði í hvoru holli fyrir sig.

Þeir bræður munu þar vera veiðimönnum innan handar og leiðsegja þeim, án þess þó að aukakostnaður vegna leiðsagnar bætist við verðið.

Næstkomandi fimmtudag verður kynning á þessum einstaka viðburði í salarkynnum SVFR, Rafstöðvarvegi 14 klukkan 20:00. Fullt var útúr dyrum á síðustu kynningu þeirra bræðra, en nú bæta þeir um betur og ætla að taka seinni bylgjuna í sjálfum Laxárdalnum.

Hverjir eru “Caddis” bræður?
Bræðurnir Hrafn og Óli hafa veitt í Laxárdalnum frá því 1983 og starfað sem leiðsögumenn á svæðinu á því tímabili og eru því fróðir á öllum sviðum urriðaveiða, lífríki árinnar og þeirra sérgrein er þurrfluguveiði.
Skemmtilegt podcast var með þeim bræðrum í Flugucastinu nú nýverið sem hægt er að nálgast HÉR.

By admin Fréttir