Laxinn mættur í Elliðaárnar!

Laxinn er óvenju snemma á ferðinni þetta árið. Síðustu ár hefur ekki sést lax fyrr en fyrrihluta júnímánaðar þannig að laxinn er mættur vel á undan áætlun þetta árið.

Veiðimenn hafa verið að sjá fiska síðustu daga, en ekki fullvissir að um laxa væri að ræða. Nú leikur enginn vafi á og hafa menn séð væna vel haldna laxa í ánum í morgun.

Rögnvaldur Örn Jónsson, stjórnarmaður í SVFR, skyggndi ána í morgun og tekur af allan vafa og sá undir fossinum um 10 punda fisk!

Kæru veiðimenn, þetta er að bresta á!

 

SVFR

By admin Fréttir