Gengið með ánum!

SVFR býður upp á göngu með nokkrum laxveiðiám í sumar í tilefni þess að félagið varð 80 ára á árinu. Á afmælishátiðinni okkar var gengið með Elliðaánum með árnefnd Elliðaáa og síðasta sunnudag var gengið meðfram Straumfjarðará.  Hér fyrir neðan má sjá myndir frá göngunni síðasta sunnudag, en þar fór Páll Ingólfsson, formaður veiðifélagsins, með fróðleiksfúsa veiðimenn og kynnti þá fyrir ánni.

Næstu göngur eru svohljóðandi:

8. júní  – Gengið með Haukadalsá.

15. júní – Gengið með Langá.

Viðburðir þessir eru endurgjaldslausir og verða kynntir betur þegar nær dregur.

VORDAGSKRÁ SVFR

Við hvetjum veiðimenn til að fjölmenna og nýta sér þessa frábæra viðburði sem við bjóðum upp á á afmælisárinu.

By admin Fréttir