By SVFR ritstjórn

Óskum eftir sprækum félögum í árnefnd fyrir Leirvogsá

Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir fjórum félagsmönnum í árnefnd Leirvogsár. Annars vegar er um að ræða formann árnefndar sem og 3 öðrum nefndarmönnum til að fullskipa árnefndina. Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru einskonar umsjónaraðilar …

Lesa meira Óskum eftir sprækum félögum í árnefnd fyrir Leirvogsá

By SVFR ritstjórn

Óskum eftir sprækum félögum í árnefnd Laxá í Laxárdal!

Stangaveiðifélag Reykjavíkur auglýsir eftir 10 stöðum í árnefnd Laxá í Laxárdal. Annars vegar er um að ræða formann árnefndar sem og 9 öðrum nefndarmönnum til að fullskipa árnefndina. Árnefndir SVFR eru gífurlega mikilvægur hlekkur í félagastarfi okkar og sinna þróttmiklu og óeigingjörnu starfi á öllum ársvæðum sem SVFR hefur innan sinna vébanda. Árnefndir félagsins eru …

Lesa meira Óskum eftir sprækum félögum í árnefnd Laxá í Laxárdal!

By admin

Veiðimaðurinn kominn út!

Vetrarblað Veiðimannsins 2019-2020 Vetrarblað Veiðimannsins er komið út og er á leið til lesenda. Fjölbreytt efni er í blaðinu að vanda og víða komið við. Tilhlökkun veiðimanna fyrir komandi veiðisumri fer nú vaxandi og tilvalið að stytta sér óralanga biðina til næsta vors með góðum veiðisögum. Í þessu blaði kynnumst við litríkum listaverkaflugum Harðar Filipssonar …

Lesa meira Veiðimaðurinn kominn út!

By admin

Breytingar á veiðifyrirkomulagi í Elliðaánum 2020 

Breytingar á veiðifyrirkomulagi í Elliðaánum 2020  Kæri félagi í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Nýverið voru niðurstöður rannsóknar á laxastofni Elliðaánna kynntar fyrir stjórn SVFR.  Fiskifræðingar Hafrannsóknarstofnunar rannsökuðu vöxt og viðgang stofnsins, þróun yfir áratuga langt tímabil, fjölda gönguseiða, veiðihlutfall o.fl.  Ástæða þess að ráðist var í rannsóknina voru hugmyndir um að gangsetja gömlu rafstöðina í Dalnum, sem …

Lesa meira Breytingar á veiðifyrirkomulagi í Elliðaánum 2020 

By admin

Opið hús 6. desember nk.

Á föstudaginn næsta, 6. desember, er komið að fyrsta opna húsi vetrarins hjá SVFR sem er í samstarfi við Flugubúlluna. Staðsetning er Síðumúli 1, í sal Garðyrkjufélags Íslands, (gengið inn frá Ármúla). Dagskráin verður sérlega glæsileg þetta kvöldið. Húsið opnar kl. 19.00 og við ætlum að gefa 80 fyrstu gestum kvöldsins hamborgara í tilefni 80 …

Lesa meira Opið hús 6. desember nk.

By SVFR ritstjórn

Við auglýsum eftir formanni og 3 félögum í Fræðslunefnd

Það er gefandi og gaman að taka þátt í starfi Fræðslunefndar þar sem verkefnin eru fjölbreytt en nefndin leggur m.a. áherslu á barna- og unglingastarf. Þetta er frábært tækifæri fyrir alla félagsmenn til þess að taka virkan þátt í félagsstarfinu. Sendu umsókn á svfr@svfr.is og segðu okkur aðeins frá þér, hvaða kostum þú ert gædd(ur) …

Lesa meira Við auglýsum eftir formanni og 3 félögum í Fræðslunefnd

By SVFR ritstjórn

Leirvogsá komin aftur til SVFR

Leirvogsá er komin aftur til Stangaveiðifélags Reykjavíkur en gengið var frá undirritun samnings þess efnis nú á dögunum. Það má með sanni segja að þetta eru gleðifréttir fyrir félagsmenn og velunnara árinnar. Verið er að skoða veiðifyrirkomulag fyrir næsta sumar og verður það auglýst nánar síðar. Meðalveiði árinnar eru 432 laxar síðustu 10 ára og …

Lesa meira Leirvogsá komin aftur til SVFR

By admin

Eldvatnsbotnar í góðum gír!

Brynjar Örn Ólafsson og Árni Freyr Stefánsson kíktu í Eldvatnsbotnana. Það var mikill fiskur á svæðinu, aðallega sjóbirtingur en þó lax að stökkvar þar líka. Þeir urðu aðallega varir við fiska í vestari kvíslinni, nánar tiltekið í Beygjunni, Heljarhyl og Breiðunni. Þeir tóku þó einn í eystri kvíslinni.  Þeir voru aðallega að veiða á flotlínu …

Lesa meira Eldvatnsbotnar í góðum gír!

By admin

Fín veiði í Bíldsfelli og veiðileyfi á tilboði.

Emil Gústafsson var við veiðar í Bíldsfelli og lauk veiðum í gær ásamt félaga sínum.  Saman fengu þeir 6 laxa og misstu 3 á einum degi.  Stærsti fiskurinn var 84 cm. Einn fiskur veiddist milli Garða og restin fékkst á Neðsta horni.   Höfum heyrt af fiskum síðustu daga sem hafa veiðst í Sakkarhólma, Neðri og …

Lesa meira Fín veiði í Bíldsfelli og veiðileyfi á tilboði.