Langá: Einstakt tækifæri á kostakjörum

Kæru félagsmenn SVFR

Sökum forfalla gefst nú einstakt tækifæri á að fara í Langána frá 30. júlí til 02. ágúst nk. og njóta þessa margrómaða veiðisvæðis. Yfir 1.200 laxar eru gengnir upp teljarann og er fiskur dreifður um alla ána. Þá eru kjörin ekki af verri endanum og í boði er að kaupa staka daga. Stangardagurinn með fæði er einungis á: 1x á stöng 99.900 kr., 2x á stöng 109.900 kr. Þetta tilboð gildir eingöngu fyrir félagsmenn og er “fyrstur kemur, fyrstur fær.”

Ekki láta tilboðið þér úr hendi renna, sendu okkur tölvupóst með yfirskriftinni “Langártilboð 2020” á [email protected] til að bóka.

Góða skemmtun 🙂

 

By SVFR ritstjórn Fréttir