Langþráð rigning er komin og það er stækkandi straumur, veiðin á svæðum SVFR er að mestu jöfn og í góðum gír. Leirvogsá stendur upp úr þar sem hún er búin að ná heildarveiði síðasta tímabils, þá veiddust 113 laxar en nú er áin komin í 128 á einungis 2 stangir!
Það vantar veiðitölur úr Soginu en veiðin í Alviðru hefur ekki verið jafn góð árum saman, sumir segja að þetta er eins og í den tíð.
Elliðaár – 287
Gljúfurá – 57
Haukadalsá – 182
Korpa – 84
Langá – 425
Laugardalsá – 44
Leirvogsá – 128
Straumfjarðará – 89
Athugið að þetta eru tölur síðan miðvikudaginn 29. júlí!