Alviðran kraumaði í gær!

Það er óhætt að segja að Sogið sé að taka við sér og farið að minna á gömlu góðu dagana við Sogið sem margir muna eflaust eftir.

Cezary Fijalkowski fór í Alviðru í gær ásamt félaga sínum Michal Osby og hófu þeir veiðar seinnipartinn og veiddu í um 4 klukkutíma. Svæðið kraumaði að fiski og vænum, grálúsugum fiskum. Hann og vinur hans tóku 5 stórfiska og misstu aðra 3. Fiskarnir voru á bilinu 70cm til 91cm. Hann lýsir svæðinu sem hentar sérstaklega vel fyrir tvíhenduveiðar, en erfiðara er um vik að veiða svæðið með einhendu, eða amk ekki eins árangursríkt.

Alviðran er sennilega einn hagstæðasti laxveiðimöguleiki sem býðst í dag en dagurinn þar kostar ekki nema 12.720.- fyrir félagsmenn þessa dagana eða 15.900 fyrir utanfélagsmenn.  Þeir sem ætlar að tryggja sér veiðileyfi þarna næstu daga ættu því að hafa snarar hendur því þessir dagar fara hratt!

Einnig má ætla að Bíldsfellsvæðið njóti góðs af þessum sterku göngum og vonandi erum við að upplifa gjörbreytt ástand í Soginu miðað við það sem verið hefur síðustu ár!

LAUSIR DAGAR Í ALVIÐRU

LAUSIR DAGAR Í BÍLDSFELLI

Hér koma nokkrar myndir frá Cezary sem hann tók í gær. Einnig er mögulegt að við laumum myndskeiðum á Facebook síðu okkar.

 

Með veiðikveðju,

SVFR

 

By admin Fréttir