Vanmetinn tími framundan í Varmá

Margir veiðimenn eru glaðir með að sjá ský og rigningu í spánni, fiskgengd slær í takt við vatnsmagn og er framundan skemmtilegur tími í Varmá. Varmá er þekktust fyrir sjóbirtingsveiði en það er sterkur urriðastofn í ánni, mikið af staðbundna fisknum liggur á svæðinu á milli teljara og Stöðvarbreiðu en þar eru djúpir hyljir og skemmtilegir holbakkar þar sem hann liggur.

Fyrstu birtingarnir eru farnir að ganga upp og þeir eru líka þeir stærstu, áin fyrir neðan teljara er víst þétt setin af vænum sjóbirtingum og munu þeir efalaust fara að ganga upp á dal í vikunni. Á þessum tíma er gott að notast við púpur og granna tauma, andstreymisveiði er stórskemmtileg og hentar Varmá mjög vel til hennar.

Einnig má finna bleikju, lax og stöku ál í Varmá og má svo sannarlega segja að áin er ein sú fjölbreyttasta á Suðurlandi.

Veiðileyfin í Varmá eru á mjög hagstæðu verði og má sjá lausa daga í vefsölunni.

By admin Fréttir